Búinn að vera með Kjarval á heilanum lengi Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 11:30 Þjóðleikhúsið hyggst setja á svið leikverk Mikaels Torfasonar um Jóhannes S. Kjarval á næsta leikári. Ari Matthíasson kveðst spenntur fyrir verkinu. Mynd/Arnþór mynd/hari Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhússins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstaklega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal" málari," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkostlegur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er ógeðslega spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.," segir Mikael. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhússins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstaklega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal" málari," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkostlegur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er ógeðslega spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.," segir Mikael.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira