Bestu myndirnar verðlaunaðar 17. febrúar 2013 00:01 Sigurmynd sænska ljósmyndarans Pauls Hansen sýnir tvö börn borin til grafar eftir loftárásir ísraelska hersins. nordicphotos/AFP Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012. Sænski ljósmyndarinn Paul Hansen hreppti verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins 2012. Verðlaunin fékk hann fyrir mynd frá jarðarför á Gasaströnd. Á myndinni sjást lík tveggja ungra barna borin til grafar af hópi reiðra og sorgmæddra karlmanna. Myndin er tekin 20. nóvember í Gasaborg, en börnin létu lífið í loftárás ísraelska hersins á borgina. „Styrkur myndarinnar liggur í því hvernig hún sýnir reiði og sorg hinna fullorðnu andspænis sakleysi barnanna," segir Mayu Mohanna frá Perú, ein úr dómnefnd World Press Photo-verðlaunanna. „Þetta er mynd sem ég mun ekki gleyma." Alls eru veitt verðlaun í níu flokkum, sem þetta árið komu í hlut 54 ljósmyndara frá 32 löndum. Alls sendu 5.666 ljósmyndarar frá 124 löndum 103.481 ljósmynd til þátttöku í keppninni. Verðlaunin eru með þeim virtustu í heimi fréttaljósmyndara. Mynd Hansens þótti best í flokki stakra fréttaljósmynda og hlaut jafnframt verðlaun sem fréttaljósmynd ársins. „Ég er mjög ánægður en líka mjög dapur. Fjölskyldan missti tvö börn og móðirin er meðvitundarlaus á sjúkrahúsi," sagði Hansen. Myndir frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs voru áberandi í flokkum fréttaljósmynda þetta árið. Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012. Sænski ljósmyndarinn Paul Hansen hreppti verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins 2012. Verðlaunin fékk hann fyrir mynd frá jarðarför á Gasaströnd. Á myndinni sjást lík tveggja ungra barna borin til grafar af hópi reiðra og sorgmæddra karlmanna. Myndin er tekin 20. nóvember í Gasaborg, en börnin létu lífið í loftárás ísraelska hersins á borgina. „Styrkur myndarinnar liggur í því hvernig hún sýnir reiði og sorg hinna fullorðnu andspænis sakleysi barnanna," segir Mayu Mohanna frá Perú, ein úr dómnefnd World Press Photo-verðlaunanna. „Þetta er mynd sem ég mun ekki gleyma." Alls eru veitt verðlaun í níu flokkum, sem þetta árið komu í hlut 54 ljósmyndara frá 32 löndum. Alls sendu 5.666 ljósmyndarar frá 124 löndum 103.481 ljósmynd til þátttöku í keppninni. Verðlaunin eru með þeim virtustu í heimi fréttaljósmyndara. Mynd Hansens þótti best í flokki stakra fréttaljósmynda og hlaut jafnframt verðlaun sem fréttaljósmynd ársins. „Ég er mjög ánægður en líka mjög dapur. Fjölskyldan missti tvö börn og móðirin er meðvitundarlaus á sjúkrahúsi," sagði Hansen. Myndir frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs voru áberandi í flokkum fréttaljósmynda þetta árið.
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira