Fótbolti

Beckham þarf að bíða

Neil Lennon, stjóri Celtic, á blaðamannafundi í gær.
Neil Lennon, stjóri Celtic, á blaðamannafundi í gær. Nordic Photos / Getty Images
David Beckham verður ekki í leikmannahópi Paris Saint-Germain sem mætir Valencia í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kl. 19.45 í kvöld. Hann fór með til Spánar en verður ekki í hópnum þar sem hann hefur ekki enn æft með liðinu síðan hann gekk til liðs við það um mánaðamótin.

PSG verður án þeirra Thiago Motta og Thiago Silva en báðir eru meiddir. Engin meiðsli eru í herbúðum Valencia.

Einn annar leikur er á dagskrá 16-liða úrslitanna í kvöld en þá tekur skoska liðið Celtic á móti Ítalíumeisturum Juventus.

„Við trúum því að allt geti gerst í þessum tveimur leikjum," sagði Neil Lennon, stjóri Celtic. Leikmenn geta mætt fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Barcelona í riðlakeppninni í haust.

„Það eru margir frábærir fótboltamenn í Juventus. En það er hættulegt að vanmeta Celtic. Við höfum sannað á tímabilinu að við getum staðið hvaða liði sem er snúning," bætti Lennon við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×