Vonar að bekkjarsystkinin séu stolt af sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Birta Huga- Selmudóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumannaleikhúsi í leikritinu Nóttin nærist á deginum í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“ Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira