Dogma endurgerð af Chuck Norris-mynd 7. febrúar 2013 06:00 Kvikmyndin Zero Dark Thirty segir frá leit Bandaríkjahers að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og verður frumsýnd annað kvöld. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001 hóf Bandaríkjaher mikla leit að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída, en samtökin höfðu þá lýst yfir ábyrgð á árásunum. Söguþráður Zero Dark Thirty hefst árið 2003 og er Maya, höfuðpersóna myndarinnar, þá nýkomin til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Stuttu síðar er hún flutt um set og þá alla leið til Pakistan, þar sem hún vinnur dag og nótt ásamt öðrum leyniþjónustumanni, Dan, við að afla upplýsinga sem gætu leitt til handtöku bin Laden. Sagan fylgir svo Mayu og Dan eftir allt til árásardagsins þann 6. maí árið 2011. Leikstjóri Zero Dark Thirty er Kathryn Bigelow, en hún er fyrsta og jafnframt eina konan sem hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Verðlaunin hlaut hún árið 2009 fyrir kvikmyndina The Hurt Locker. Bigelow skrifaði handrit myndarinnar ásamt blaðamanninum og handritshöfundinum Mark Boal, en þau unnu einnig saman að gerð handrits The Hurt Locker. Upphaflega fjallaði handrit Zero Dark Thirty um áratuga langa leit bandarískra stjórnvalda að bin Laden og neyddust Bigelow og Boal til þess að endurskrifa allt handritið eftir að bin Laden var myrtur af bandarískum sérsveitamönnum þann 6. maí árið 2011. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Jessica Chastain, sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, Chris Pratt og Joel Edgerton. Myndin fær víðast hvar góða dóma, þó eilítið slakari meðmæli frá almennum áhorfendum en frá gagnrýnendum. Á vefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur Zero Dark Thirty 94 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og 84 prósent frá áhorfendum. Á síðunni segir einn gagnrýnandi að þó myndin bjóði upp pólitísk umhugsunarefni og spennu sé hún í heild sinni aðeins þokkaleg. Á Imdb.com fær Zero Dark Thirty 7,7 í einkunn og á vefsíðunni Metacritic.com gefa gagnrýnendur henni 95 prósent í einkunn en notendur síðunnar gefa henni 65 prósent. Gagnrýnandi Empire segir Zero Dark Thirty vera grípandi og vel leikna og líkir henni við Dogma-endurgerð af Chuck Norris-kvikmynd. Það hljóta að vera bestu meðmæli sem kvikmynd getur fengið. - sm Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvikmyndin Zero Dark Thirty segir frá leit Bandaríkjahers að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og verður frumsýnd annað kvöld. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001 hóf Bandaríkjaher mikla leit að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída, en samtökin höfðu þá lýst yfir ábyrgð á árásunum. Söguþráður Zero Dark Thirty hefst árið 2003 og er Maya, höfuðpersóna myndarinnar, þá nýkomin til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Stuttu síðar er hún flutt um set og þá alla leið til Pakistan, þar sem hún vinnur dag og nótt ásamt öðrum leyniþjónustumanni, Dan, við að afla upplýsinga sem gætu leitt til handtöku bin Laden. Sagan fylgir svo Mayu og Dan eftir allt til árásardagsins þann 6. maí árið 2011. Leikstjóri Zero Dark Thirty er Kathryn Bigelow, en hún er fyrsta og jafnframt eina konan sem hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Verðlaunin hlaut hún árið 2009 fyrir kvikmyndina The Hurt Locker. Bigelow skrifaði handrit myndarinnar ásamt blaðamanninum og handritshöfundinum Mark Boal, en þau unnu einnig saman að gerð handrits The Hurt Locker. Upphaflega fjallaði handrit Zero Dark Thirty um áratuga langa leit bandarískra stjórnvalda að bin Laden og neyddust Bigelow og Boal til þess að endurskrifa allt handritið eftir að bin Laden var myrtur af bandarískum sérsveitamönnum þann 6. maí árið 2011. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Jessica Chastain, sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, Chris Pratt og Joel Edgerton. Myndin fær víðast hvar góða dóma, þó eilítið slakari meðmæli frá almennum áhorfendum en frá gagnrýnendum. Á vefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur Zero Dark Thirty 94 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og 84 prósent frá áhorfendum. Á síðunni segir einn gagnrýnandi að þó myndin bjóði upp pólitísk umhugsunarefni og spennu sé hún í heild sinni aðeins þokkaleg. Á Imdb.com fær Zero Dark Thirty 7,7 í einkunn og á vefsíðunni Metacritic.com gefa gagnrýnendur henni 95 prósent í einkunn en notendur síðunnar gefa henni 65 prósent. Gagnrýnandi Empire segir Zero Dark Thirty vera grípandi og vel leikna og líkir henni við Dogma-endurgerð af Chuck Norris-kvikmynd. Það hljóta að vera bestu meðmæli sem kvikmynd getur fengið. - sm
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira