Ábyrgðin er okkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar