Ábyrgðin er okkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun