Beinir linsunni að listakonum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 11:00 Hulda Sif Ásmundsdóttir myndaði 33 listakonur á aldrinum 25-35 ára fyrir útskriftarverkefni sitt úr Ljósmyndaskólanum. Fréttablaðið/gva „Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram." Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram."
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira