Eddinn Stígur Helgason skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Erfiðleikarnir við að halda veglega verðlaunahátíð fyrir íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann á hverju ári afhjúpuðust á vandræðalegasta mögulega máta í vikunni. Í ljós kom að íslenskir handritshöfundar og leikstjórar gera fyrst og fremst bíómyndir og sjónvarpsþætti um karla. Konur eru svo fámennar í leiknu efni að það er ekki einu sinni hægt að tilnefna þær til verðlauna til jafns á við karlana. Um það gilda strangar reglur og akademían er mjög selektíf á tilnefningar, eins og dæmin sanna. Áhugafólk um feminísk fræði er eflaust þegar búið að komast að því að konur hafi einfaldlega ekki nægan áhuga á að vera í sviðsljósinu. Nú, eða að þær hafi ekki nógu mikinn áhuga á að skrifa handrit (því að augljóslega þarf konur til að skrifa um konur). Og þær hafa auðvitað engan áhuga á leikstjórn heldur, frekar en annarri stjórn. Konur hafa víst bara ekkert sérstaklega mikinn áhuga á þátttöku í samfélaginu – svona almennt. Þetta dregur svo athyglina að öðru áhugaverðu við listann yfir Eddutilnefningar í ár. Á honum kennir fjölmargra grasa. Reyndar man ég ekki í fljótu bragði eftir neinu efni sem var framleitt á Íslandi í fyrra og er ekki tilnefnt. Þrjár kvikmyndir etja kappi um nafnbótina „besta mynd" síðasta árs. Tvær eiga það skilið – og eru enda tilnefndar í svo gott sem öllum flokkum – en sú þriðja hlaut svo dræmar viðtökur að þótt öllum stjörnunum sem hún fékk hjá íslenskum gagnrýnendum hefði verið raðað hlið við hlið hefðu þær samt ekki litið vel út á auglýsingaplakati. Af hverju er Mið-Ísland „leikið efni" en Steindinn okkar „skemmtiþáttur"? Héldu menn að barngóði, perralegi gamlinginn hans Steinda væri raunverulegur húsvörður í reykvískum grunnskóla? Eða þótti Mið-Ísland bara ekki nógu skemmtilegt? Eða getur hugsast að svona hafi verið heppilegast að fylla flokkana og koma öllum að? Auðvitað finnst bransanum gaman að halda sína uppskeruhátíð árlega, detta í það, fara í hæfilega hipp spariföt, taka við verðlaunum og lenda svo kannski – ef vel tekst til – í handalögmálum á Næsta bar. En væri kannski ráð að gera það með öðrum hætti en þessum, að minnsta kosti annað hvert ár? Yrði þessi verðlaunahátíð jafnvel ekki algjört dúndur ef hún færi bara fram sömu ár og Sumarólympíuleikar? Það eftirminnilegasta – og jafnframt táknrænasta – sem hefur gerst á hátíðinni fram til þessa er nefnilega þegar Ómari Ragnarssyni voru afhent Edduverðlaun fyrir framúrskarandi sjónvarpsfréttamennsku árið 2001 og þau brotnuðu í höndunum á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Stígur Helgason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Erfiðleikarnir við að halda veglega verðlaunahátíð fyrir íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann á hverju ári afhjúpuðust á vandræðalegasta mögulega máta í vikunni. Í ljós kom að íslenskir handritshöfundar og leikstjórar gera fyrst og fremst bíómyndir og sjónvarpsþætti um karla. Konur eru svo fámennar í leiknu efni að það er ekki einu sinni hægt að tilnefna þær til verðlauna til jafns á við karlana. Um það gilda strangar reglur og akademían er mjög selektíf á tilnefningar, eins og dæmin sanna. Áhugafólk um feminísk fræði er eflaust þegar búið að komast að því að konur hafi einfaldlega ekki nægan áhuga á að vera í sviðsljósinu. Nú, eða að þær hafi ekki nógu mikinn áhuga á að skrifa handrit (því að augljóslega þarf konur til að skrifa um konur). Og þær hafa auðvitað engan áhuga á leikstjórn heldur, frekar en annarri stjórn. Konur hafa víst bara ekkert sérstaklega mikinn áhuga á þátttöku í samfélaginu – svona almennt. Þetta dregur svo athyglina að öðru áhugaverðu við listann yfir Eddutilnefningar í ár. Á honum kennir fjölmargra grasa. Reyndar man ég ekki í fljótu bragði eftir neinu efni sem var framleitt á Íslandi í fyrra og er ekki tilnefnt. Þrjár kvikmyndir etja kappi um nafnbótina „besta mynd" síðasta árs. Tvær eiga það skilið – og eru enda tilnefndar í svo gott sem öllum flokkum – en sú þriðja hlaut svo dræmar viðtökur að þótt öllum stjörnunum sem hún fékk hjá íslenskum gagnrýnendum hefði verið raðað hlið við hlið hefðu þær samt ekki litið vel út á auglýsingaplakati. Af hverju er Mið-Ísland „leikið efni" en Steindinn okkar „skemmtiþáttur"? Héldu menn að barngóði, perralegi gamlinginn hans Steinda væri raunverulegur húsvörður í reykvískum grunnskóla? Eða þótti Mið-Ísland bara ekki nógu skemmtilegt? Eða getur hugsast að svona hafi verið heppilegast að fylla flokkana og koma öllum að? Auðvitað finnst bransanum gaman að halda sína uppskeruhátíð árlega, detta í það, fara í hæfilega hipp spariföt, taka við verðlaunum og lenda svo kannski – ef vel tekst til – í handalögmálum á Næsta bar. En væri kannski ráð að gera það með öðrum hætti en þessum, að minnsta kosti annað hvert ár? Yrði þessi verðlaunahátíð jafnvel ekki algjört dúndur ef hún færi bara fram sömu ár og Sumarólympíuleikar? Það eftirminnilegasta – og jafnframt táknrænasta – sem hefur gerst á hátíðinni fram til þessa er nefnilega þegar Ómari Ragnarssyni voru afhent Edduverðlaun fyrir framúrskarandi sjónvarpsfréttamennsku árið 2001 og þau brotnuðu í höndunum á honum.