Tækifæri til uppstokkunar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Forysta Kennarasambands Íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum í síðustu viku að hún vildi skilgreina kennarastarfið upp á nýtt. Sú yfirlýsing býður upp á einstakt tækifæri því þar með virðast kennarar og sveitastjórnarmenn sammála um að tími sé kominn til að núverandi kerfi verði endurmetið í heild sinni. Fram að þessu hafa báðir aðilar sett fram ólíkar kröfur um breytingar sem enda iðulega sem breyting eða sem viðbót við eldri samning. Samningurinn sem nú er í gildi er því orðinn mjög ítarlegur og inniheldur of margar hindranir að mati margra, bæði innan kennarastéttar og utan. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt svo að skólastarf og kennarar fái að blómstra. Í umræðu um laun kennara eru landsmenn sammála um að greiða eigi vel fyrir þetta mikilvæga starf. Við höfum öll verið nemendur og vitum að kennari getur haft grundvallaráhrif á gildi einstaklings til framtíðar. Það skiptir okkur öll miklu máli að öflugir og hugmyndaríkir einstaklingar velji að starfa sem kennarar. Almennt eru Íslendingar sáttir við grunnskólakerfi landsins. Ísland stendur sig þó ekkert sérstaklega vel þegar árangur nemenda og brottfall er skoðað í erlendum samanburði, t.d. miðað við lönd innan OECD. Í samanburði við önnur lönd borgum við kennurum frekar lág laun en kennararnir okkar kenna talsvert færri kennslustundir að meðaltali. Lítill breytileiki er á milli skóla landsins og tiltölulega lítill hópur nemenda er með mjög lágar eða mjög háar einkunnir.Auknar kröfur Íslenskir kennarar segja álagið á sér mjög mikið og kröfurnar þannig að ekki sé unnt að uppfylla þær allar. Þetta er að mörgu leyti rétt. Foreldrar kalla eftir sífellt ítarlegri upplýsingum. Sveitarstjórnarmenn og ráðuneyti biðja um innra og ytra mat á árangri. Óskað er eftir að kennarar sinni betur stuðningi við börn með sérþarfir, bjóði upp á fleiri iðnkúrsa, þverfaglega kennslu, einstaklingsmiðað nám, tölvukennslu og svo má lengi telja. Þessu til viðbótar hafa skólar tekist á við talsverðan niðurskurð sem hefur haft í för með sér að kennarar ganga í fleiri störf og verkefni en áður og hafa m.a. ekki getað sinnt lágmarksstarfsþróun undanfarin misseri.Flóknir samningar Það er vel skiljanlegt að kennarar upplifi mikið álag og því er að vissu leyti eðlilegt að þeir hafi leitast við að setja inn í kjarasamninga nákvæmari skilgreiningar á þeim verkefnum sem þeir eiga raunverulega að inna af hendi. Umræðan um núverandi launaramma kennara hefur um nokkurt skeið verið á þá leið að samningurinn sé flókinn og tilfinningin sú að hann hindri framþróun og sveigjanleika í skólastarfi með fjölmörgum og flóknum klásúlum um kennsluskyldu, undirbúningstíma og kennsluafslætti. Áherslan í samningnum gerir síður ráð fyrir ólíkum skólaáherslum, formum eða nýjungum. Vegna þess hversu niðurnjörvaður samningurinn er um hin ýmsu smáatriði virkar hann sem takmarkandi afl við skipulag skólastarfs. Lög og kjarasamningar í bland hafa einnig þau áhrif að skólastjórar hafa of lítið um verkefni og skyldur starfsmanna sinna að segja. Það er ólíklegra að skólastjóri, eins og stjórnandi venjulegs fyrirtækis, geti innleitt stefnu viðkomandi skóla nema hann geti stýrt betur tíma og verkefnum starfsmanna sinna. Breytilegt starfsumhverfi kennara og almenn skólaþróun krefst þess að launakerfi kennara sé sveigjanlegra en nú er. Við þurfum skipulag og launaramma sem virkar hvetjandi fyrir kraftmikla kennara og umbunar þeim sem leggja sig sérstaklega fram við að bæta umhverfi og árangur barnsins. Kerfi sem tryggir að allir sem koma að skólastarfinu rói í sömu átt.Opna upp á gátt Það má taka heilshugar undir með formanni félags grunnskólakennara um að það sé kominn tími til að skilgreina starf kennara upp á nýtt. Það er örugglega fljótlegasta leiðin, og hugsanlega eina leiðin, til að markmiðum samningsaðila verði náð. Það er ólíklegt að starf grunnskólakennarans breytist fyrr en við leysum skólastarfið undan fjötrum kjarasamninga og niðurnjörvaðrar stundatöflu. Forsenda þess að hægt sé að breyta skólastarfinu er að opna samningana upp á gátt. Kröfur um breytingar, fleiri verkefni og aukinn árangur munu ekki minnka og því er afar ólíklegt að stagbætur við núverandi kjarasamning skili tilætluðum árangri um minna álag og aukin gæði kennslu. Einnig þurfa skólastjórar að hafa meira að segja um störf kennara sinna svo hægt sé að ná fram því besta í skólastarfinu. Í framhaldinu mun starf kennarans breytast. Slíkar breytingar eru ekki eingöngu óhjákvæmilegar heldur nauðsynlegar fyrir framþróun íslensks skólastarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun
Forysta Kennarasambands Íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum í síðustu viku að hún vildi skilgreina kennarastarfið upp á nýtt. Sú yfirlýsing býður upp á einstakt tækifæri því þar með virðast kennarar og sveitastjórnarmenn sammála um að tími sé kominn til að núverandi kerfi verði endurmetið í heild sinni. Fram að þessu hafa báðir aðilar sett fram ólíkar kröfur um breytingar sem enda iðulega sem breyting eða sem viðbót við eldri samning. Samningurinn sem nú er í gildi er því orðinn mjög ítarlegur og inniheldur of margar hindranir að mati margra, bæði innan kennarastéttar og utan. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt svo að skólastarf og kennarar fái að blómstra. Í umræðu um laun kennara eru landsmenn sammála um að greiða eigi vel fyrir þetta mikilvæga starf. Við höfum öll verið nemendur og vitum að kennari getur haft grundvallaráhrif á gildi einstaklings til framtíðar. Það skiptir okkur öll miklu máli að öflugir og hugmyndaríkir einstaklingar velji að starfa sem kennarar. Almennt eru Íslendingar sáttir við grunnskólakerfi landsins. Ísland stendur sig þó ekkert sérstaklega vel þegar árangur nemenda og brottfall er skoðað í erlendum samanburði, t.d. miðað við lönd innan OECD. Í samanburði við önnur lönd borgum við kennurum frekar lág laun en kennararnir okkar kenna talsvert færri kennslustundir að meðaltali. Lítill breytileiki er á milli skóla landsins og tiltölulega lítill hópur nemenda er með mjög lágar eða mjög háar einkunnir.Auknar kröfur Íslenskir kennarar segja álagið á sér mjög mikið og kröfurnar þannig að ekki sé unnt að uppfylla þær allar. Þetta er að mörgu leyti rétt. Foreldrar kalla eftir sífellt ítarlegri upplýsingum. Sveitarstjórnarmenn og ráðuneyti biðja um innra og ytra mat á árangri. Óskað er eftir að kennarar sinni betur stuðningi við börn með sérþarfir, bjóði upp á fleiri iðnkúrsa, þverfaglega kennslu, einstaklingsmiðað nám, tölvukennslu og svo má lengi telja. Þessu til viðbótar hafa skólar tekist á við talsverðan niðurskurð sem hefur haft í för með sér að kennarar ganga í fleiri störf og verkefni en áður og hafa m.a. ekki getað sinnt lágmarksstarfsþróun undanfarin misseri.Flóknir samningar Það er vel skiljanlegt að kennarar upplifi mikið álag og því er að vissu leyti eðlilegt að þeir hafi leitast við að setja inn í kjarasamninga nákvæmari skilgreiningar á þeim verkefnum sem þeir eiga raunverulega að inna af hendi. Umræðan um núverandi launaramma kennara hefur um nokkurt skeið verið á þá leið að samningurinn sé flókinn og tilfinningin sú að hann hindri framþróun og sveigjanleika í skólastarfi með fjölmörgum og flóknum klásúlum um kennsluskyldu, undirbúningstíma og kennsluafslætti. Áherslan í samningnum gerir síður ráð fyrir ólíkum skólaáherslum, formum eða nýjungum. Vegna þess hversu niðurnjörvaður samningurinn er um hin ýmsu smáatriði virkar hann sem takmarkandi afl við skipulag skólastarfs. Lög og kjarasamningar í bland hafa einnig þau áhrif að skólastjórar hafa of lítið um verkefni og skyldur starfsmanna sinna að segja. Það er ólíklegra að skólastjóri, eins og stjórnandi venjulegs fyrirtækis, geti innleitt stefnu viðkomandi skóla nema hann geti stýrt betur tíma og verkefnum starfsmanna sinna. Breytilegt starfsumhverfi kennara og almenn skólaþróun krefst þess að launakerfi kennara sé sveigjanlegra en nú er. Við þurfum skipulag og launaramma sem virkar hvetjandi fyrir kraftmikla kennara og umbunar þeim sem leggja sig sérstaklega fram við að bæta umhverfi og árangur barnsins. Kerfi sem tryggir að allir sem koma að skólastarfinu rói í sömu átt.Opna upp á gátt Það má taka heilshugar undir með formanni félags grunnskólakennara um að það sé kominn tími til að skilgreina starf kennara upp á nýtt. Það er örugglega fljótlegasta leiðin, og hugsanlega eina leiðin, til að markmiðum samningsaðila verði náð. Það er ólíklegt að starf grunnskólakennarans breytist fyrr en við leysum skólastarfið undan fjötrum kjarasamninga og niðurnjörvaðrar stundatöflu. Forsenda þess að hægt sé að breyta skólastarfinu er að opna samningana upp á gátt. Kröfur um breytingar, fleiri verkefni og aukinn árangur munu ekki minnka og því er afar ólíklegt að stagbætur við núverandi kjarasamning skili tilætluðum árangri um minna álag og aukin gæði kennslu. Einnig þurfa skólastjórar að hafa meira að segja um störf kennara sinna svo hægt sé að ná fram því besta í skólastarfinu. Í framhaldinu mun starf kennarans breytast. Slíkar breytingar eru ekki eingöngu óhjákvæmilegar heldur nauðsynlegar fyrir framþróun íslensks skólastarfs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun