Seldi Adam Sandler handrit að bíómynd Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. janúar 2013 07:00 Adam Sandler hefur keypt kvikmyndahandrit Gests Vals Svanssonar en samningar voru undirritaðir í gær. Vinnuheiti myndarinnar er The Last Orgasm og er fyrsta kvikmynd Gests í fullri lengd. Fréttablaðið/anton „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," segir kvikmyndagerðamaðurinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gamanleikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfangið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum," segir Gestur. Hann hitti svo leikarann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christiansen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram." Gestur þróaði hugmyndina meðfram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svokallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út," segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum meðhöfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur fengið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaupmannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæðir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir mig að komast að í þessum stóra kvikmyndaheimi," segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Hollywood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur." Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," segir kvikmyndagerðamaðurinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gamanleikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfangið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum," segir Gestur. Hann hitti svo leikarann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christiansen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram." Gestur þróaði hugmyndina meðfram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svokallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út," segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum meðhöfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur fengið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaupmannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæðir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir mig að komast að í þessum stóra kvikmyndaheimi," segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Hollywood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur."
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira