Leikur á móti sjálfum sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. janúar 2013 07:00 Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur á móti sjálfum sér í þriðju þáttaröð Hæ Gosa. „Ég kom mér sjálfur inn í þættina með því að stinga upp á að ég léki sjálfan mig að hitta tvíburabróður minn," segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann leikur í þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Hæ Gosi sem fer í loftið í lok mánaðarins. Þættirnir hafa notið vinsælda, en söguhetjur þeirra eru bræðurnir Börkur og Víðir, leiknir af Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum. Meðal annarra leikara eru María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson. Björn Jörundur kemur nýr inn í þættina og fer með hlutverk lögreglumanns úr Reykjavík, Árna Jörundar. „Ég stakk þessari hugmynd að Kjartani þegar við vorum heilan vetur í leiklistarfangelsi ríkisins á Akureyri að leika saman í Gulleyjunni. Aðstandendur þáttanna tóku hugmyndina á flug og skrifuðu heilan þátt þar sem hann Árni Jörundur tuktar til bróður sinn, popparann Björn Jörund. Mér fannst þetta skemmtileg saga og hafði gaman af því að vera með," segir Björn Jörundur sem bíður spenntur eftir að sjá útkomuna, enda tökurnar skemmtilegar. „Það var frábært að vinna með mér og það kom mér á óvart hvað ég er í raun fínn gæi." Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi fer í loftið þann 31. janúar næstkomandi á Skjá Einum. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég kom mér sjálfur inn í þættina með því að stinga upp á að ég léki sjálfan mig að hitta tvíburabróður minn," segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann leikur í þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Hæ Gosi sem fer í loftið í lok mánaðarins. Þættirnir hafa notið vinsælda, en söguhetjur þeirra eru bræðurnir Börkur og Víðir, leiknir af Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum. Meðal annarra leikara eru María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson. Björn Jörundur kemur nýr inn í þættina og fer með hlutverk lögreglumanns úr Reykjavík, Árna Jörundar. „Ég stakk þessari hugmynd að Kjartani þegar við vorum heilan vetur í leiklistarfangelsi ríkisins á Akureyri að leika saman í Gulleyjunni. Aðstandendur þáttanna tóku hugmyndina á flug og skrifuðu heilan þátt þar sem hann Árni Jörundur tuktar til bróður sinn, popparann Björn Jörund. Mér fannst þetta skemmtileg saga og hafði gaman af því að vera með," segir Björn Jörundur sem bíður spenntur eftir að sjá útkomuna, enda tökurnar skemmtilegar. „Það var frábært að vinna með mér og það kom mér á óvart hvað ég er í raun fínn gæi." Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi fer í loftið þann 31. janúar næstkomandi á Skjá Einum.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira