Borgað fyrir að hanga Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson fer út fyrir þægindarammann er hann býr sig undir hlutverk sótarans Berts í söngleiknum Mary Poppins. Fréttablaðið/pjetur "Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst." Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst."
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira