Ræður því nú sjálfur á hvaða fjöll hann fer Bergsteinn Sigurðsson skrifar 21. janúar 2013 19:00 Arnar Jónsson Hefur aldrei haft meira að gera og er fullur starfsorku en hlakkar til að beina henni í fleiri áttir. Fréttablaðið/Stefán "Ja, þetta er dálítið absúrd, svona þegar maður hugsar út í það,“ segir Arnar Jónsson, einn virtasti leikari þjóðarinnar, spurður út í hvað leiti á hugann nú þegar hann stendur á sjötugu. "Þegar ég lít yfir ferilinn í gegnum stækkunargler kemur í ljós að ég hef verið að dunda mér við eitt og annað, og í raun alveg ótrúlegt hverju mér hefur tekist að koma í verk. Hlutverkin eru orðin ansi mörg fyrir utan allt annað sem lífinu fylgir. En ég finn enga breytingu á mér, það er að segja mér finnst ekki vera að draga af mér; ég er að leika fimm sinnum í viku, hef aldrei haft meira að gera og hef sjaldan verið hressari.“ Á áratugalöngum ferli hefur Arnar leikið í hátt á annað hundruð verkum og hann er sagður sá íslenski leikari sem oftast hefur leikið aðalhlutverk á sviði. Kann hann einhverja skýringu á því hvers vegna einatt hefur verið leitað til hans fyrir stærstu rullurnar? "Ég hlýt að vera svona djöfull vondur í smærri hlutverkum!“ segir hann og hlær. "Ég er svoddan hamhleypa að ef ég er settur í eitthvað sem er ekki nógu átakamikið verð ég bara pirraður og öllum til ama. En að öllu gamni slepptu kann ég í raun enga skýringu á því, ekki nema þá að ég þyki valda aðalhlutverkinu það vel, hafa þá orku sem til þarf og hún virðist enn vera í fullu gildi.“ Arnar segir það ekki sjálfgefið að ferillinn yrði svona langur. "Lífið er búið að lemja mig mikið og ég hef orðið fyrir alls konar áföllum. Þegar ég var fertugur lenti ég til dæmis í alvarlegu slysi og hélt þá að ferillinn væri búinn. En það var sem betur fer ekki og þá tók nýtt líf við. Ég er kannski eins og kötturinn, með mörg líf, og er þakklátur fyrir það.“ Nú má Arnar ekki vinna lengur, að minnsta kosti í Þjóðleikhúsinu. "Þannig er það hjá ríkinu. Og þá tekur aftur nýtt líf við. Þetta er bara eins og við erum alltaf að gera í leikhúsinu, að skipta um búning.“ Þegar litið er yfir feril Arnars sést að hann náði ekki hápunkti á einum tilteknum tíma, heldur líkist hann fremur stöðugri uppgöngu þar sem topparnir hafa verið nokkrir. Þannig eru margir á því máli að túlkun Arnars á Lé konungi fyrir tveimur árum hafi verið ein af hans mögnuðustu frammistöðum. "Það hlutverk var sannkölluð Everest-ganga. Málið er að ég þarf ekkert að fara á fleiri tinda, þótt þeir séu nokkrir sem ég myndi gjarnan vilja fara á. Það verður sjálfsagt helsti munurinn þegar ég læt formlega af störfum, þá stjórna ég því sjálfur á hvaða fjöll ég fer og hlakka mikið til þess.“ Ferðalög eru eitt af áhugamálum Arnars, sem ætlar að slá tvær flugur í einu höggi með því að lóðsa golfurum um golfflatir Búlgaríu í vor. "Það má segja að ég sé að byrja annan feril þar,“ segir hann og hlær. "Við fórum þangað nánast fyrir tilviljun í fyrra, byrjuðum í Istanbúl en tókum langferðabílinn til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, og spiluðum golf. Búlgarar eru rétt að byrja í þeirri íþrótt; það eru heilir sex vellir þar í landi en þetta eru einhverjar þær flottustu flatir sem ég hef spilað á. Þaðan fórum við til Varna við Svartahaf. Þar er völlur sem er ekki nema eins árs gamall en er þegar metinn einn af tíu flottustu golfvöllum heims. Þar verður heimsmeistaramótið í holukeppni haldið næsta sumar. Mér datt því í hug hvort ekki væri reynandi að leyfa landanum að komast þangað áður en það verður alltof dýrt. Það eru líklega síðustu forvöð því öll athygli golfheimsins verður á þessum velli í sumar og umhverfið er vægast sagt unaðslegt.“ Arnar kveðst þó ekki vera á þeim buxunum á kveðja sviðið á næstunni. Hann tekur meðal annars þátt í í sýningunni Hvörf sem leikfélagið Geirfugl setur upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið og fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. "Svo sjáum við hvað tekur við. Ég gæti talið upp langan lista af hlutverkum sem mig myndi langa til að takast á við en myndi sjálfsagt ekki endast ævin til þess. Og lífið er líka meira en leikhúsið, ég á stóra og dásamlega fjölskyldu sem ég vil sinna sem mest.“ En hvað um afmælisdaginn, stendur til að halda upp á hann með pomp og prakt? "Nei, nú ætla ég að gefa frúnni sviðið. Konan mín, Þórhildur Þorleifsdóttir, verður sjötug innan skamms. Ég hélt veglega upp á fimmtugs- og sextugsafmælið og nú er komið að henni. Ég geri kannski eitthvað gott þegar ég verð 75 ára. En ég verð áreiðanlega heima á afmælisdaginn og með heitt á könnunni.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ja, þetta er dálítið absúrd, svona þegar maður hugsar út í það,“ segir Arnar Jónsson, einn virtasti leikari þjóðarinnar, spurður út í hvað leiti á hugann nú þegar hann stendur á sjötugu. "Þegar ég lít yfir ferilinn í gegnum stækkunargler kemur í ljós að ég hef verið að dunda mér við eitt og annað, og í raun alveg ótrúlegt hverju mér hefur tekist að koma í verk. Hlutverkin eru orðin ansi mörg fyrir utan allt annað sem lífinu fylgir. En ég finn enga breytingu á mér, það er að segja mér finnst ekki vera að draga af mér; ég er að leika fimm sinnum í viku, hef aldrei haft meira að gera og hef sjaldan verið hressari.“ Á áratugalöngum ferli hefur Arnar leikið í hátt á annað hundruð verkum og hann er sagður sá íslenski leikari sem oftast hefur leikið aðalhlutverk á sviði. Kann hann einhverja skýringu á því hvers vegna einatt hefur verið leitað til hans fyrir stærstu rullurnar? "Ég hlýt að vera svona djöfull vondur í smærri hlutverkum!“ segir hann og hlær. "Ég er svoddan hamhleypa að ef ég er settur í eitthvað sem er ekki nógu átakamikið verð ég bara pirraður og öllum til ama. En að öllu gamni slepptu kann ég í raun enga skýringu á því, ekki nema þá að ég þyki valda aðalhlutverkinu það vel, hafa þá orku sem til þarf og hún virðist enn vera í fullu gildi.“ Arnar segir það ekki sjálfgefið að ferillinn yrði svona langur. "Lífið er búið að lemja mig mikið og ég hef orðið fyrir alls konar áföllum. Þegar ég var fertugur lenti ég til dæmis í alvarlegu slysi og hélt þá að ferillinn væri búinn. En það var sem betur fer ekki og þá tók nýtt líf við. Ég er kannski eins og kötturinn, með mörg líf, og er þakklátur fyrir það.“ Nú má Arnar ekki vinna lengur, að minnsta kosti í Þjóðleikhúsinu. "Þannig er það hjá ríkinu. Og þá tekur aftur nýtt líf við. Þetta er bara eins og við erum alltaf að gera í leikhúsinu, að skipta um búning.“ Þegar litið er yfir feril Arnars sést að hann náði ekki hápunkti á einum tilteknum tíma, heldur líkist hann fremur stöðugri uppgöngu þar sem topparnir hafa verið nokkrir. Þannig eru margir á því máli að túlkun Arnars á Lé konungi fyrir tveimur árum hafi verið ein af hans mögnuðustu frammistöðum. "Það hlutverk var sannkölluð Everest-ganga. Málið er að ég þarf ekkert að fara á fleiri tinda, þótt þeir séu nokkrir sem ég myndi gjarnan vilja fara á. Það verður sjálfsagt helsti munurinn þegar ég læt formlega af störfum, þá stjórna ég því sjálfur á hvaða fjöll ég fer og hlakka mikið til þess.“ Ferðalög eru eitt af áhugamálum Arnars, sem ætlar að slá tvær flugur í einu höggi með því að lóðsa golfurum um golfflatir Búlgaríu í vor. "Það má segja að ég sé að byrja annan feril þar,“ segir hann og hlær. "Við fórum þangað nánast fyrir tilviljun í fyrra, byrjuðum í Istanbúl en tókum langferðabílinn til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, og spiluðum golf. Búlgarar eru rétt að byrja í þeirri íþrótt; það eru heilir sex vellir þar í landi en þetta eru einhverjar þær flottustu flatir sem ég hef spilað á. Þaðan fórum við til Varna við Svartahaf. Þar er völlur sem er ekki nema eins árs gamall en er þegar metinn einn af tíu flottustu golfvöllum heims. Þar verður heimsmeistaramótið í holukeppni haldið næsta sumar. Mér datt því í hug hvort ekki væri reynandi að leyfa landanum að komast þangað áður en það verður alltof dýrt. Það eru líklega síðustu forvöð því öll athygli golfheimsins verður á þessum velli í sumar og umhverfið er vægast sagt unaðslegt.“ Arnar kveðst þó ekki vera á þeim buxunum á kveðja sviðið á næstunni. Hann tekur meðal annars þátt í í sýningunni Hvörf sem leikfélagið Geirfugl setur upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið og fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. "Svo sjáum við hvað tekur við. Ég gæti talið upp langan lista af hlutverkum sem mig myndi langa til að takast á við en myndi sjálfsagt ekki endast ævin til þess. Og lífið er líka meira en leikhúsið, ég á stóra og dásamlega fjölskyldu sem ég vil sinna sem mest.“ En hvað um afmælisdaginn, stendur til að halda upp á hann með pomp og prakt? "Nei, nú ætla ég að gefa frúnni sviðið. Konan mín, Þórhildur Þorleifsdóttir, verður sjötug innan skamms. Ég hélt veglega upp á fimmtugs- og sextugsafmælið og nú er komið að henni. Ég geri kannski eitthvað gott þegar ég verð 75 ára. En ég verð áreiðanlega heima á afmælisdaginn og með heitt á könnunni.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira