Reykvíkingar flokka af krafti 19. janúar 2013 09:00 Guðmundur B. Friðriksson Umhverfissvið Reykjavíkurborgar Borgarbúar geta pantað sér bláa tunnu á vefnum pappirerekkirusl.is eða valið að safna pappírnum saman og fara með hann í bláa grenndargáma sem staðsettir eru víðs vegar um borgina. "Það kemur ýmsum á óvart að fleira en fernur og dagblöð má fara í bláu tunnuna,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, og bætir við að Reykvíkingar flokki af krafti því um 300 bláar tunnur hafi verið pantaðar á fimm dögum. Á vefnum pappirerekkirusl.is eru margs konar upplýsingar bæði fyrir sérbýli og húsfélög. Þar er einnig að finna gagnlega reiknivél til að borgarbúar geti valið hagkvæmasta kostinn fyrir sitt heimili. Þær tunnur sem standa til boða eru hver með sínum lit og hver í sínum verðflokki. Sorphirðugjald fyrir gráar tunnur undir blandað sorp er 18.600 krónur og er hún sótt á tíu daga fresti, gjald fyrir grænar tunnur undir blandað sorp er 9.300 krónur og er hún sótt á 20 daga fresti og fyrir bláar pappírstunnur 6.500 krónur og þær eru sóttar á 20 daga fresti. Heimili sem bætir við sig blárri tunnu getur ef til vill í leiðinni fækkað gráum tunnum og sparað með því sorphirðugjaldið. Sérbýli með bláa og græna tunnu greiðir til dæmis 15.800 krónur, sérbýli með gráa og bláa tunnu greiðir 25.100 krónur. Fjölbýli greiðir 93.000 kr. fyrir fimm gráar tunnur og gæti til dæmis fækkað þeim um tvær og fengið þrjár bláar í staðinn og greitt fyrir það 75.300. "Reykjavíkurborg leggur metnað sinn í að kynna þessa breytingu vel í hverju hverfi,” segir Guðmundur. "Breytingin verður um miðjan janúar í Árbæ, Norðlingaholti og Grafarvogi, í Breiðholti í febrúar, í Háaleiti og Laugardal í mars, í apríl í Hlíðum og miðborginni og um miðjan maí í Vesturbæ.” Guðmundur segir Sorpu bs. leggja mikla áherslu á endurvinnslu og geta tekið við 30 tegundum af flokkuðum úrgangi á móttökustöðvum. Fyrirtækið er með endurvinnslustöðvar og grenndarstöðvar og sendir efnið til útlanda til frekari vinnslu. "Húsfélög geta sótt sérstaka kynningu á vefinn pappirerekkirusl.is og pantað veggspjöld og slæðukynningu. Loks má geta þess að á heimasíðunni er öllum helstu spurningum svarað sem líklegt er að vakna.“ Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Borgarbúar geta pantað sér bláa tunnu á vefnum pappirerekkirusl.is eða valið að safna pappírnum saman og fara með hann í bláa grenndargáma sem staðsettir eru víðs vegar um borgina. "Það kemur ýmsum á óvart að fleira en fernur og dagblöð má fara í bláu tunnuna,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, og bætir við að Reykvíkingar flokki af krafti því um 300 bláar tunnur hafi verið pantaðar á fimm dögum. Á vefnum pappirerekkirusl.is eru margs konar upplýsingar bæði fyrir sérbýli og húsfélög. Þar er einnig að finna gagnlega reiknivél til að borgarbúar geti valið hagkvæmasta kostinn fyrir sitt heimili. Þær tunnur sem standa til boða eru hver með sínum lit og hver í sínum verðflokki. Sorphirðugjald fyrir gráar tunnur undir blandað sorp er 18.600 krónur og er hún sótt á tíu daga fresti, gjald fyrir grænar tunnur undir blandað sorp er 9.300 krónur og er hún sótt á 20 daga fresti og fyrir bláar pappírstunnur 6.500 krónur og þær eru sóttar á 20 daga fresti. Heimili sem bætir við sig blárri tunnu getur ef til vill í leiðinni fækkað gráum tunnum og sparað með því sorphirðugjaldið. Sérbýli með bláa og græna tunnu greiðir til dæmis 15.800 krónur, sérbýli með gráa og bláa tunnu greiðir 25.100 krónur. Fjölbýli greiðir 93.000 kr. fyrir fimm gráar tunnur og gæti til dæmis fækkað þeim um tvær og fengið þrjár bláar í staðinn og greitt fyrir það 75.300. "Reykjavíkurborg leggur metnað sinn í að kynna þessa breytingu vel í hverju hverfi,” segir Guðmundur. "Breytingin verður um miðjan janúar í Árbæ, Norðlingaholti og Grafarvogi, í Breiðholti í febrúar, í Háaleiti og Laugardal í mars, í apríl í Hlíðum og miðborginni og um miðjan maí í Vesturbæ.” Guðmundur segir Sorpu bs. leggja mikla áherslu á endurvinnslu og geta tekið við 30 tegundum af flokkuðum úrgangi á móttökustöðvum. Fyrirtækið er með endurvinnslustöðvar og grenndarstöðvar og sendir efnið til útlanda til frekari vinnslu. "Húsfélög geta sótt sérstaka kynningu á vefinn pappirerekkirusl.is og pantað veggspjöld og slæðukynningu. Loks má geta þess að á heimasíðunni er öllum helstu spurningum svarað sem líklegt er að vakna.“
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira