Skapa verðmæti 19. janúar 2013 08:00 "Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. Mynd/Valli Það er hagstæðara fyrir fyrirtæki að flokka því flokkaður úrgangur er hráefni á meðan óflokkaður úrgangur er rusl. Hringrás er fyrst og fremst endurvinnslufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. "Við vinnum með fjölda fyrirtækja í að endurvinna hráefni sem fellur til. Hvert fyrirtæki sér um að flokka hjá sér og getur með því minnkað kostnað og búið til verðmæti úr sorpinu. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið upp á því að flokka sorp og við hjálpum þeim að koma sér af stað. Oft eru menn óvissir um flokkun í byrjun, en þetta lærist fljótt. Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa. Meðal þess sem Hringrás safnar og endurvinnur eru raftæki. Tækin eru skrúfuð í sundur í höndunum og efnin flokkuð saman í flokka og flutt út til frekari endurvinnslu. Hringrás flytur út mikið af því sem er endurunnið og er í samstarfi við fjölda erlendra endurvinnsluaðila. En þó að Hringrás sérhæfi sig í endurvinnslu fyrir fyrirtæki er flokkunarstöðin opin almenningi. "Almenningi er velkomið að nýta Hringrás sem endurvinnslustöð. Við tökum á móti öllum efnum til endurvinnslu,“ segir Ágústa. "Hingað má koma með endurvinnanlegt sorp og spilliefni eins og pappír, plast, raftæki og málma, rafhlöður og ljósaperur og skila því inn að Klettagörðum 9.“ Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Það er hagstæðara fyrir fyrirtæki að flokka því flokkaður úrgangur er hráefni á meðan óflokkaður úrgangur er rusl. Hringrás er fyrst og fremst endurvinnslufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. "Við vinnum með fjölda fyrirtækja í að endurvinna hráefni sem fellur til. Hvert fyrirtæki sér um að flokka hjá sér og getur með því minnkað kostnað og búið til verðmæti úr sorpinu. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið upp á því að flokka sorp og við hjálpum þeim að koma sér af stað. Oft eru menn óvissir um flokkun í byrjun, en þetta lærist fljótt. Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa. Meðal þess sem Hringrás safnar og endurvinnur eru raftæki. Tækin eru skrúfuð í sundur í höndunum og efnin flokkuð saman í flokka og flutt út til frekari endurvinnslu. Hringrás flytur út mikið af því sem er endurunnið og er í samstarfi við fjölda erlendra endurvinnsluaðila. En þó að Hringrás sérhæfi sig í endurvinnslu fyrir fyrirtæki er flokkunarstöðin opin almenningi. "Almenningi er velkomið að nýta Hringrás sem endurvinnslustöð. Við tökum á móti öllum efnum til endurvinnslu,“ segir Ágústa. "Hingað má koma með endurvinnanlegt sorp og spilliefni eins og pappír, plast, raftæki og málma, rafhlöður og ljósaperur og skila því inn að Klettagörðum 9.“
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent