XL er saga alkóhólískrar þjóðar Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 15:00 Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira