Sérfræðingar í fyrirtækjaviðskiptum 9. janúar 2013 06:00 Guðni Halldórsson og Gunnar Svavarsson hjá Kontakt. Mynd/Vilhelm Kontakt er elsta og stærsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins á sínu sviði og hefur veitt ráðgjöf við kaup, sölu eða sameiningu mjög margra fyrirtækja. Hjá Kontakt, sem stofnað var í núverandi mynd árið 2004, starfa þrír viðskipta- eða rekstrarhagfræðingar og þrír lögfræðingar með mikla þekkingu á atvinnulífinu og rekstri fyrirtækja. Gunnar Svavarsson hefur starfað hjá Kontakt frá því í ársbyrjun 2008 en hann hefur langa reynslu úr atvinnulífinu sem framkvæmdastjóri eða forstjóri þekktra fyrirtækja, svo sem Hampiðjunnar, Icelandic Group og Icebank. Nú hefur Kontakt verið áberandi í fyrirtækjaráðgjöf, bæði í uppsveiflunni og eftir hrunið. Hvaða áhrif hefur niðursveifla undanfarinna ára haft á starfsemi Kontakt? "Kontakt hefur alltaf lagt áherslu á meðalstór fyrirtæki og verið leiðandi á þeim markaði. Þetta hefur komið sér vel eftir hrunið því þessi fyrirtæki hafa flest staðið ágætlega. Það hefur vissulega verið samdráttur í veltu hjá fjölda fyrirtækja, en það hefur leitt til þess að eigendur hafa séð tækifæri í kaupum á eða sameiningu við önnur fyrirtæki til að auka arðsemina. Ég þekkti ágætlega til Kontakt áður en ég hóf störf þar og hafði gott álit á fyrirtækinu, en það hefur samt komið mér skemmtilega á óvart hve tryggir viðskiptavinirnir eru, og þeir sem einu sinni hafa haft reynslu af Kontakt virðast helst ekki leita annað. Staðreyndin er sú að undanfarin ár hafa verið býsna lífleg og síðasta ár með betri árum Kontakt." Sú staðreynd að umsvif ykkar á síðasta ári voru þetta mikil þýðir væntanlega að einhverjir hafa getu til að kaupa fyrirtæki! "Við höfum aldrei haft eins marga kaupendur og eftir hrun og eru það jafnt fjársterkir einstaklingar á ferð og fyrirtæki sem vilja bæta við sig. Ástandinu núna má lýsa á þann hátt að eftirspurnin eftir góðum fyrirtækjum er snöggtum meiri en framboðið, og með það í huga vildum við gjarnan sjá enn meira úrval góðra fyrirtækja inni á borði hjá okkur. Fjármagnseigendur vita að það eru fáir möguleikar í stöðunni til ávöxtunar og fjárfesting í arðbærum rekstri er að okkar mati mest spennandi kosturinn í þeim efnum." Eru bankarnir að selja skuldsett fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir? "Nei, í raun er það ekki, allavega verðum við lítið vör við það. Kontakt sá um sölu á einu fyrirtæki fyrir Arion banka á síðasta ári, en annars eru það eigendur og áhugasamir kaupendur sem leita beint til okkar. Fyrirtækin sem leita til okkar með sölu eru alls ekki skuldug upp fyrir haus, heldur yfirleitt góð fyrirtæki sem eigendur eru tilbúnir að selja. Fyrir því geta verið margar ástæður, svo sem aldur eiganda eða löngun að breyta til, og þá gerist það líka oft að menn vilja styrkja og efla reksturinn með viðbótarhlutafé eða sameiningu við annað fyrirtæki." Hver er sérstaða Kontakt á markaðnum? "Þegar Kontakt hóf starfsemi sína má segja að það hafi verið eina fyrirtækjaráðgjöfin sem sérhæfði sig í meðalstórum fyrirtækjum og staðreyndin er sú að Kontakt er langumsvifamest á sínu sviði og hefur því eðlilega bæði flesta kaupendur og seljendur. Þá tel ég einnig að hjá starfsmönnum Kontakt sé að finna mestu reynsluna af viðskiptum með meðalstór fyrirtæki. Við þekkjum markaðinn vel og vitum gjarnan um þá sem eru í söluhugleiðingum, eða eigum í öllu falli auðvelt með að þreifa á eigendum þeirra fyrirtækja sem kaupendur hafa áhuga á. Við aðstoðum kaupendur og seljendur að ná saman og ganga í gegnum það flókna ferli sem fylgir eigendaskiptum svo báðir séu sáttir við sinn hlut." Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Kontakt er elsta og stærsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins á sínu sviði og hefur veitt ráðgjöf við kaup, sölu eða sameiningu mjög margra fyrirtækja. Hjá Kontakt, sem stofnað var í núverandi mynd árið 2004, starfa þrír viðskipta- eða rekstrarhagfræðingar og þrír lögfræðingar með mikla þekkingu á atvinnulífinu og rekstri fyrirtækja. Gunnar Svavarsson hefur starfað hjá Kontakt frá því í ársbyrjun 2008 en hann hefur langa reynslu úr atvinnulífinu sem framkvæmdastjóri eða forstjóri þekktra fyrirtækja, svo sem Hampiðjunnar, Icelandic Group og Icebank. Nú hefur Kontakt verið áberandi í fyrirtækjaráðgjöf, bæði í uppsveiflunni og eftir hrunið. Hvaða áhrif hefur niðursveifla undanfarinna ára haft á starfsemi Kontakt? "Kontakt hefur alltaf lagt áherslu á meðalstór fyrirtæki og verið leiðandi á þeim markaði. Þetta hefur komið sér vel eftir hrunið því þessi fyrirtæki hafa flest staðið ágætlega. Það hefur vissulega verið samdráttur í veltu hjá fjölda fyrirtækja, en það hefur leitt til þess að eigendur hafa séð tækifæri í kaupum á eða sameiningu við önnur fyrirtæki til að auka arðsemina. Ég þekkti ágætlega til Kontakt áður en ég hóf störf þar og hafði gott álit á fyrirtækinu, en það hefur samt komið mér skemmtilega á óvart hve tryggir viðskiptavinirnir eru, og þeir sem einu sinni hafa haft reynslu af Kontakt virðast helst ekki leita annað. Staðreyndin er sú að undanfarin ár hafa verið býsna lífleg og síðasta ár með betri árum Kontakt." Sú staðreynd að umsvif ykkar á síðasta ári voru þetta mikil þýðir væntanlega að einhverjir hafa getu til að kaupa fyrirtæki! "Við höfum aldrei haft eins marga kaupendur og eftir hrun og eru það jafnt fjársterkir einstaklingar á ferð og fyrirtæki sem vilja bæta við sig. Ástandinu núna má lýsa á þann hátt að eftirspurnin eftir góðum fyrirtækjum er snöggtum meiri en framboðið, og með það í huga vildum við gjarnan sjá enn meira úrval góðra fyrirtækja inni á borði hjá okkur. Fjármagnseigendur vita að það eru fáir möguleikar í stöðunni til ávöxtunar og fjárfesting í arðbærum rekstri er að okkar mati mest spennandi kosturinn í þeim efnum." Eru bankarnir að selja skuldsett fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir? "Nei, í raun er það ekki, allavega verðum við lítið vör við það. Kontakt sá um sölu á einu fyrirtæki fyrir Arion banka á síðasta ári, en annars eru það eigendur og áhugasamir kaupendur sem leita beint til okkar. Fyrirtækin sem leita til okkar með sölu eru alls ekki skuldug upp fyrir haus, heldur yfirleitt góð fyrirtæki sem eigendur eru tilbúnir að selja. Fyrir því geta verið margar ástæður, svo sem aldur eiganda eða löngun að breyta til, og þá gerist það líka oft að menn vilja styrkja og efla reksturinn með viðbótarhlutafé eða sameiningu við annað fyrirtæki." Hver er sérstaða Kontakt á markaðnum? "Þegar Kontakt hóf starfsemi sína má segja að það hafi verið eina fyrirtækjaráðgjöfin sem sérhæfði sig í meðalstórum fyrirtækjum og staðreyndin er sú að Kontakt er langumsvifamest á sínu sviði og hefur því eðlilega bæði flesta kaupendur og seljendur. Þá tel ég einnig að hjá starfsmönnum Kontakt sé að finna mestu reynsluna af viðskiptum með meðalstór fyrirtæki. Við þekkjum markaðinn vel og vitum gjarnan um þá sem eru í söluhugleiðingum, eða eigum í öllu falli auðvelt með að þreifa á eigendum þeirra fyrirtækja sem kaupendur hafa áhuga á. Við aðstoðum kaupendur og seljendur að ná saman og ganga í gegnum það flókna ferli sem fylgir eigendaskiptum svo báðir séu sáttir við sinn hlut."
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira