Tíu vinsælustu íþróttamyndböndin á árinu 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:48 Titus setti boltann í körfuna með tilþrifum á árinu. Mynd/Skjáskot Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira