Sport

49ers kvaddi Candlestick með stæl

Áhorfendur á Candlestick voru í jólaskapi í gær.
Áhorfendur á Candlestick voru í jólaskapi í gær. nordicphotos/getty
San Francisco 49ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt er liðið vann 34-24 sigur á Atlanta Falcons í kveðjuleik sínum á Candlestick Park.

Það er smá möguleiki að 49ers spili fleiri leiki þar. Þá þarf liðið að vinna Arizona um næstu helgi og treysta á mjög óvæntan sigur hjá St. Louis gegn Seattle. Niners mun spila á nýjum og glæsilegum Levi's velli næsta vetur. Þar mun Super Bowl-leikurinn fara fram árið 2016.

Það er mikil saga á Candlestick þar sem 49ers tefldi fram mörgum bestu leikmönnum og liðum sögunnar. Félagið hefur unnið fimm Super Bowl titla á tíma sínum þar.

"Það var nauðsynlegt að kveðja þennan völl með sigri. Það kom aldrei annað til greina," sagði Navarro Bowman, leikmaður Niners.

49ers skoraði 31 stig í síðari hálfleiknum sem er það besta hjá félaginu síðan 1985.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×