Reyna að komast heim fyrir jól Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. desember 2013 13:00 Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni. Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni.
Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira