Sport

Brady hrósar Manning í hástert

Brady og Manning.
Brady og Manning. nordicphotos/getty
Hinn ótrúlegi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, sló snertimarkamet Tom Brady um síðustu helgi en það met hafði staðið í sex ár.

Brady kastaði boltanum 50 sinnum fyrir snertimarki árið 2007 en Manning er búinn að gera það 51 sinni og á einn leik eftir.

Brady var þrítugur er hann setti metið en Manning er 37 ára gamall. Manning átti metið líka á sínum tíma en hann kastaði boltanum 49 sinnum í mark árið 2004.

"Þetta er ótrúlegur árangur hjá honum. Það er hreinlega lygilegt að ná þessum árangri í 15 leikjum. Það hefur verið magnað að fylgjast með sóknarleik Broncos í vetur," sagði Brady auðmjúkur en þeir eru báðir tveir af bestu leikmönnum sögunnar.

"Það er ekki auðvelt að kasta boltanum í mark í þessari íþrótt. Það er erfitt að gera það einu sinni en að gera það fimm til sex sinnum í leik eins og Peyton hefur gert í vetur er engu líkt."

Manning getur slegið met Drew Brees yfir flesta kastmetra á einu ári um næstu helgi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×