Grunar keppinaut um rógburð á Facebook Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 13:00 Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. mynd/365 „Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira