Fótbolti

Spurs fer til Úkraínu | Drátturinn í Evrópudeild UEFA

Nú í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA. Þá koma inn í keppnina liðin sem lentu í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fara til Úkraínu þar sem þeir mæta Dnipro. Ajax, lið Kolbeins Sigþórssonar, þarf aftur á móti að mæta Salzburg frá Austurríki.

Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson munu fara með liði sínu, AZ Alkmaar, til Tékklands þar sem liðið spilar við Slovan Liberec.

Einnig verður áhugaverð rimma hjá Swansea og Napoli þar sem Rafa Benitez er að þjálfa.

Einnig var dregið í sextán liða úrslit keppninnar áðan.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 20. og 27. febrúar.

Drátturinn í 32-liða úrslit:

Dnipro - Tottenham

Real Betis - Rubin Kazan

Swansea - Napoli

Juventus - Trabzonspor

NK Maribor - Sevilla

Viktoria Plzen - Shaktar Donetsk

Chornomorets Odesa - Lyon

Lazio - Ludogorets

Esbjerg - Fiorentina

Ajax - Salzburg

Maccabi Tel-Aviv - Basel

Porto - Frankfurt

Anzhi - Genk

Dynamo Kiev - Valencia

PAOK - Benfica

Slovan Liberec - AZ Alkmaar

16-liða úrslit:

Slovan Liberec/AZ Alkmaar - Anzhi/Genk

Lazio/Ludogorets - Dynamo Kiev/Valencia

Porto/Frankfurt - Swansea/Napoli

Chornomorets Odesa/Lyon - Viktoria Plzen/Shaktar Donetsk

NK Maribor/Sevilla - Real Betis/Rubin Kazan

Dnipro/Tottenham - PAOK/Benfica

Maccabi Tel-Aviv/Basel - Ajax/Salzburg

Juventus/Trabzonspor - Esbjerg/Fiorentina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×