Lífið

Justin Bieber sagðist ætla að hætta í tónlist

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/EPA
Tónlistarmaðurinn kanadíski, Justin Bieber sagði í útvarpsviðtali á stöðinni Power 106 í Los Angeles í gær að hann hugðist hætta í tónlistinni, eftir að nýja platan hans kemur út í næstu viku.

Sagt er frá því á vef Dailymail að Bieber hafi aðeins bakkað frá yfirlýsingunni og sagðist ekki vera búinn að gera upp hug sinn.

Þó virðist sem um gabb hafi verið að ræða og hefur heimildarmaður í búðum Justin Bieber sagt TMZ að hann hafi einungis verið að grínast.

Aðdáðendum Biebers, svokölluðum Beliebers, hefur þó væntanlega ekki þótt þetta fyndið grín. Aftur á móti er auðvelt að halda því fram að margir hafi glaðst yfir þessum fréttum, enda er Bieber mjög umdeildur og margir efast um framlag hans til tónlistarinnar.

Mynd/EPA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.