Konungur undirganganna Frosti Logason skrifar 18. desember 2013 15:17 Eins og fram kom hér í gær, samdi tónlistarmaðurinn Pétur Ben, lag á síðasta ári um Loft heitinn Gunnarsson. Loftur lést í janúar í fyrra en hann hafði verið heimilslaus um nokkurt skeið og var fólki í miðbæ Reykjavíkur að góðu kunnur sem vinalegi útigangsmaðurinn með töffaralega útlitið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Runólfsson var einn af bestu vinum Lofts og setti hann saman minningarmyndband um félaga sinn fljótlega eftir andlát hans. Það var svo upp úr því myndbandi sem Pétur Ben fékk innblástur til þess að semja lagið Kings of the Underpass sem undanfarið hefur hljómað mikið á öldum ljósvakans. Nú hefur þessi hringur loks verið fullkomnaður því Frosti hefur sett myndbandið saman við lagið og má sjá afraksturinn af því hér að ofan. Pétur mun svo spila á Jólatónleikum X-ins 977 á föstudagskvöldið en þeir tónleikar eru haldnir til styrktar útigangsmönnum í Reykjavík í gegnum minningarsjóð Lofts sem stofnaður var í fyrra. Mun allt miðaverð renna óskipt í sjóðinn. Hægt er að kaupa miða á jólatónleika X-ins 977 hér. Harmageddon Mest lesið Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Harmageddon Sannleikurinn: Vakti athygli á stöðu samkynhneigðra með því að sleikja rassgatið á Pútín Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Sannleikurinn: Forsætisráðherra ferðaðist aftur í tímann til að stöðva þjóðargjaldþrot Harmageddon Sannleikurinn: Vinsælustu folunum oftast skilað Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon
Eins og fram kom hér í gær, samdi tónlistarmaðurinn Pétur Ben, lag á síðasta ári um Loft heitinn Gunnarsson. Loftur lést í janúar í fyrra en hann hafði verið heimilslaus um nokkurt skeið og var fólki í miðbæ Reykjavíkur að góðu kunnur sem vinalegi útigangsmaðurinn með töffaralega útlitið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Runólfsson var einn af bestu vinum Lofts og setti hann saman minningarmyndband um félaga sinn fljótlega eftir andlát hans. Það var svo upp úr því myndbandi sem Pétur Ben fékk innblástur til þess að semja lagið Kings of the Underpass sem undanfarið hefur hljómað mikið á öldum ljósvakans. Nú hefur þessi hringur loks verið fullkomnaður því Frosti hefur sett myndbandið saman við lagið og má sjá afraksturinn af því hér að ofan. Pétur mun svo spila á Jólatónleikum X-ins 977 á föstudagskvöldið en þeir tónleikar eru haldnir til styrktar útigangsmönnum í Reykjavík í gegnum minningarsjóð Lofts sem stofnaður var í fyrra. Mun allt miðaverð renna óskipt í sjóðinn. Hægt er að kaupa miða á jólatónleika X-ins 977 hér.
Harmageddon Mest lesið Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Harmageddon Sannleikurinn: Vakti athygli á stöðu samkynhneigðra með því að sleikja rassgatið á Pútín Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Sannleikurinn: Forsætisráðherra ferðaðist aftur í tímann til að stöðva þjóðargjaldþrot Harmageddon Sannleikurinn: Vinsælustu folunum oftast skilað Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon