Fugl á síðustu holunni tryggði McIlroy sigur í Ástralíu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. desember 2013 14:15 Langþráður sigur hjá Rory. mynd/nordic photos/getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar hann vann opna ástralska meistaramótið í golfi í morgunsárið. McIlroy marði sigur á Adam Scott með því að fá fugla á síðustu holunni. Adam Scott var með fjögurra högga forystu á McIlroy fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn en glopraði henni fljótt niður. Scott var þó í góðri stöðu þegar þeir komu á 18. holuna. Scott átti eitt högg á McIlroy þegar á síðustu holuna kom. McIlroy fékk fugl og Scott fékk skolla og því var það Norður-Írinn sem fagnaði sigri á Scott sem hefur átt frábært ár en Scott vann bæði PGA meistaramótið og Masters á árinu. McIlroy lék síðasta hringinn á sjö undir pari eða 66 höggum og sótti sigurinn með frábærri spilamennsku. „Það er erfitt að fá ekki smá samviskubit yfir því hvernig ég vann,“ sagði Norður-Írinn sem sá fram á að ná ekki einum sigri á árinu í fyrsta sinn síðan 2008. „Þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef unnið vel í mínum málum. Það var gott að ná að vinna í dag,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar hann vann opna ástralska meistaramótið í golfi í morgunsárið. McIlroy marði sigur á Adam Scott með því að fá fugla á síðustu holunni. Adam Scott var með fjögurra högga forystu á McIlroy fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn en glopraði henni fljótt niður. Scott var þó í góðri stöðu þegar þeir komu á 18. holuna. Scott átti eitt högg á McIlroy þegar á síðustu holuna kom. McIlroy fékk fugl og Scott fékk skolla og því var það Norður-Írinn sem fagnaði sigri á Scott sem hefur átt frábært ár en Scott vann bæði PGA meistaramótið og Masters á árinu. McIlroy lék síðasta hringinn á sjö undir pari eða 66 höggum og sótti sigurinn með frábærri spilamennsku. „Það er erfitt að fá ekki smá samviskubit yfir því hvernig ég vann,“ sagði Norður-Írinn sem sá fram á að ná ekki einum sigri á árinu í fyrsta sinn síðan 2008. „Þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef unnið vel í mínum málum. Það var gott að ná að vinna í dag,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira