Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. desember 2013 20:00 Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira