Leob líka frábær mótorhjólamaður Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 10:30 Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari. Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent
Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari.
Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent