Stuðningsmaður NFL-liðsins Kansas City Chiefs kom að ókunnugum manni í bifreið sinni eftir viðureign liðsins gegn Denver Broncos í gærkvöldi.
Atvikið átti sér stað meðan á leik liðsins gegn Denver Broncos stóð í gærkvöldi en samkvæmt frásögn lögreglu tókust mennirnir á með þeim afleiðingum að sá sem hafði til í bílnum féll til jarðar. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.
„Við vitum ekki hvort þessi aðili hafi verið með slæma heilsu. Hvort hann hafi fengið hjartaáfall. Við bara vitum það ekki,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Kansas City. „Við munum rannsaka dauðsfallið sem manndráp þar til annað kemur í ljós.“
Talsmaðurinn vildi ekki tjá sig um mögulegar ástæður þess að maðurinn var í bílnum. Þrír voru yfirheyrður en enginn hefur verið handtekinn.
Dauðsfallið átti sér stað nákvæmlega einu ári eftir að leikmaður Kansas City Chiefs, Jovan Belcher, svipti sig lífi bílastæði fyrir utan æfingaaðstöðu félagsins fyrir framan þáverandi þjálfara þess og framkvæmdarstjóra.
Maður lést eftir átök á bílastæði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn