200 hestafla rafmagsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 08:45 Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km. Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli. Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km. Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli. Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent