200 hestafla rafmagsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 08:45 Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km. Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli. Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent
Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km. Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli. Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent