Sport

Mayo selur sitt eigið majónes

Þrjár ljúffengar tegundir í boði.
Þrjár ljúffengar tegundir í boði.
Þegar þú ert frægur íþróttakappi og heitir Mayo, hvað gerirðu þá eiginlega til að drýgja heimilstekjurnar? Jú, þú selur þitt eigið majónes.

Jerod Mayo, leikmaður New England Patriots, er búinn að setja sitt eigið majónes á markað og það í þremur tegundum, takk fyrir. Bruisin Bacon er talið líklegast til vinsælda.

Mayo ætlar þó ekki að hirða allan ágóðann af þessari hugmynd sem allir vissu að yrði einhvern tímann að veruleika. Hluti ágóðans rennur í rannsóknarstarf á spítala í Boston.

Hann er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem byrjar með eigin vörutegund. Félagi hans hjá New England, Rob Gronkowski, er í morgukornabransanum með Gronk Flakes. Pascal Dupois er í sinnepsbransanum með Dupuis Dijon og svona mætti áfram telja.

Jared Mayo.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×