Getið troðið gagnrýninni þar sem sólin ekki skín 9. desember 2013 07:46 Peyton í kuldanum í gær. Helgin í NFL-deildinni var hreint út sagt ótrúleg og muna menn vart eftir annarri eins dramatík og boðið var upp á í leikjum gærdagsins. Tom Brady kom til baka með New England enn eina ferðina. Að þessu sinni skoraði liðið tvö snertimörk á síðustu 30 sekúndum leiksins og tryggði liðinu lygilegan sigur. Baltimore og Minnesota skiptust sex sinnum á að hafa forystuna í fjórða leikhluta og í öll skiptin voru skoruð snertimörk. Þar af komu fjögur á síðustu 150 sekúndum leiksins. San Francisco sendi svo út sterk skilaboð með því að leggja Seattle á heimavelli sínum í stór leik helgarinnar. New Orleans vann svo uppgjörið gegn Carolina en bæði lið voru 9-3 fyrir leikinn í nótt. Besti leikmaður deildarinnar, Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, er þekktur heiðursmaður sem aldrei rífur kjaft. Hann var aldrei þessu vant pirraður eftir risasigur sinna manna á Tennessee. Ástæðan er sú að um lítið annað var fjallað í aðdraganda leiksins en hversu slakur hann væri þegar hitinn væri undir frostmarki. Hann gaf gagnrýnendum langt nef með frammistöðu sinni í kuldanum í gær. Hann kastaði um 400 jarda og þar af fjórum boltum fyrir snertimarki. "Þeir sem voru að gagnrýna mig geta troðið henni þar sem sólin ekki skín," sagði Manning eftir leikinn en það er fáheyrt að hann rífi kjaft. Í leiknum var síðan slegið NFL-metið yfir lengsta vallarmark sögunnar. Matt Prater sparkaði þá 64 jarda vallarmark fyrir Denver og skráði sig um leið í sögubækurnar. Það er um 60 metra langt spark.Úrslit: Baltimore-Minnesota 29-26 Cincinnati-Indianapolis 42-28 Green Bay-Atlanta 22-21 New England-Cleveland 27-26 NY Jets-Oakland 37-27 Philadelphia-Detroit 34-20 Pittsburgh-Miami 28-34 Tampa Bay-Buffalo 27-6 Washington-Kansas City 10-45 Denver-Tennessee 51-28 Arizona-St. Louis 30-10 San Diego-NY Giants 37-14 San Francisco-Seattle 19-17 New Orleans-Carolina 31-13Staðan í deildinni. NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira
Helgin í NFL-deildinni var hreint út sagt ótrúleg og muna menn vart eftir annarri eins dramatík og boðið var upp á í leikjum gærdagsins. Tom Brady kom til baka með New England enn eina ferðina. Að þessu sinni skoraði liðið tvö snertimörk á síðustu 30 sekúndum leiksins og tryggði liðinu lygilegan sigur. Baltimore og Minnesota skiptust sex sinnum á að hafa forystuna í fjórða leikhluta og í öll skiptin voru skoruð snertimörk. Þar af komu fjögur á síðustu 150 sekúndum leiksins. San Francisco sendi svo út sterk skilaboð með því að leggja Seattle á heimavelli sínum í stór leik helgarinnar. New Orleans vann svo uppgjörið gegn Carolina en bæði lið voru 9-3 fyrir leikinn í nótt. Besti leikmaður deildarinnar, Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, er þekktur heiðursmaður sem aldrei rífur kjaft. Hann var aldrei þessu vant pirraður eftir risasigur sinna manna á Tennessee. Ástæðan er sú að um lítið annað var fjallað í aðdraganda leiksins en hversu slakur hann væri þegar hitinn væri undir frostmarki. Hann gaf gagnrýnendum langt nef með frammistöðu sinni í kuldanum í gær. Hann kastaði um 400 jarda og þar af fjórum boltum fyrir snertimarki. "Þeir sem voru að gagnrýna mig geta troðið henni þar sem sólin ekki skín," sagði Manning eftir leikinn en það er fáheyrt að hann rífi kjaft. Í leiknum var síðan slegið NFL-metið yfir lengsta vallarmark sögunnar. Matt Prater sparkaði þá 64 jarda vallarmark fyrir Denver og skráði sig um leið í sögubækurnar. Það er um 60 metra langt spark.Úrslit: Baltimore-Minnesota 29-26 Cincinnati-Indianapolis 42-28 Green Bay-Atlanta 22-21 New England-Cleveland 27-26 NY Jets-Oakland 37-27 Philadelphia-Detroit 34-20 Pittsburgh-Miami 28-34 Tampa Bay-Buffalo 27-6 Washington-Kansas City 10-45 Denver-Tennessee 51-28 Arizona-St. Louis 30-10 San Diego-NY Giants 37-14 San Francisco-Seattle 19-17 New Orleans-Carolina 31-13Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira