Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Ómar Úlfur skrifar 22. nóvember 2013 12:20 Þessi var í landsliðinu Vilhelm Anton Jónsson er tónlistarmaður, leikari, rithöfundur og fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, staðreynd sem að hann er afskaplega stoltur af. Villi gaf á dögunum út vísindabók Villa og segist alla tíð hafa verið mikill pælari. Hann segist hafa haft áhuga á heiminum og alltaf viljað verða hissa. Villi var, að eigin sögn, frekar slakur námsmaður en ávallt forvitinn. Seinna meir fór hann í heimspeki í Háskóla Íslands vegna mikilvægis þess að skilja hlutina. Með vísindabók Villa vill hann hvetja börn til forvitni. Bókin og geisladiskur inn gætu dáið út en það verða alltaf sagðar sögur og tónlist verður alltaf leikin. Miðillinn gæti breyst. Að þessum sökum hefur Villi litlar áhyggjur af aukinni tölvunotkun barna. Hljómsveitin 200.000 naglbítar er ekki hætt störfum og það stendur til að búa til nýja plötu þegar tími gefst til. Villi segist sjaldan setja sig í stellingar til að semja tónlist, tónlistin komi bara.Fyrsta platan sem að Villi eignaðist? Ungur eignaði Villi sér Woodstock plötuna úr safni foreldrana. Útgáfa Jimi Hendrix af bandaríska þjóðsöngnum heillaði unga gítarleikarann. Fyrsta platan sem að Villi verslaði sér sjálfur var Guns & Roses Lies.Fyrstu tónleikarnir? Villi spilaði á tónleikum þegar hann var í skóla að Laugum í Reykjadal. Hann lét sig hverfa strax eftir tónleikana og faldi sig í stresskasti og fannst eftir nokkra klukkutíma. Þegar að hann bjó fyrir norðan mætti hann ungur á tónleika þungarokkssveitarinnar Hún andar.Uppáhaldstexti Villa? Texti verður að segja sögu að mati Villa sem er laumu country aðdáandi. Uppáhaldstexti hans er við lag Rebu McEntire, The Night The Lights Went Out In Georgia. Nick Cave er sömuleiðis í uppáhaldi, bæði sem textahöfundur og sem tónlistarmaður.Hvað fílar Villi í dag? Allt í einu er sprottin upp heil kynslóð af hljómsveitum sem heita nöfnum sem minna á nöfn á ilmvötnum segir Villi. Helst hlustar hann á rokk eða klassíska tónlist þessa dagana.Uppáhalds kvikmynd Villa? Því er fljótsvarað. Það er kvikmyndin The Shawshank Redemption. Nýlega sá Villi heimildarmynd um ökuþórinn Ayrton Senna sem að honum fannst ansi mögnuð.Á Villi sér átrúnaðargoð? Ekki beint en þó á hann sér ýmsar fyrirmyndir eins og til dæmis leikarann og sjónvarpsmanninn Stephen Fry og Nick Cave í tónlistinni. Það er hægt að hlusta á Hver er hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Lay Low er skotin í Mary Poppins Harmageddon Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Mammút Harmageddon Vilt þú komast á Orgy stefnumót? Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon
Vilhelm Anton Jónsson er tónlistarmaður, leikari, rithöfundur og fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, staðreynd sem að hann er afskaplega stoltur af. Villi gaf á dögunum út vísindabók Villa og segist alla tíð hafa verið mikill pælari. Hann segist hafa haft áhuga á heiminum og alltaf viljað verða hissa. Villi var, að eigin sögn, frekar slakur námsmaður en ávallt forvitinn. Seinna meir fór hann í heimspeki í Háskóla Íslands vegna mikilvægis þess að skilja hlutina. Með vísindabók Villa vill hann hvetja börn til forvitni. Bókin og geisladiskur inn gætu dáið út en það verða alltaf sagðar sögur og tónlist verður alltaf leikin. Miðillinn gæti breyst. Að þessum sökum hefur Villi litlar áhyggjur af aukinni tölvunotkun barna. Hljómsveitin 200.000 naglbítar er ekki hætt störfum og það stendur til að búa til nýja plötu þegar tími gefst til. Villi segist sjaldan setja sig í stellingar til að semja tónlist, tónlistin komi bara.Fyrsta platan sem að Villi eignaðist? Ungur eignaði Villi sér Woodstock plötuna úr safni foreldrana. Útgáfa Jimi Hendrix af bandaríska þjóðsöngnum heillaði unga gítarleikarann. Fyrsta platan sem að Villi verslaði sér sjálfur var Guns & Roses Lies.Fyrstu tónleikarnir? Villi spilaði á tónleikum þegar hann var í skóla að Laugum í Reykjadal. Hann lét sig hverfa strax eftir tónleikana og faldi sig í stresskasti og fannst eftir nokkra klukkutíma. Þegar að hann bjó fyrir norðan mætti hann ungur á tónleika þungarokkssveitarinnar Hún andar.Uppáhaldstexti Villa? Texti verður að segja sögu að mati Villa sem er laumu country aðdáandi. Uppáhaldstexti hans er við lag Rebu McEntire, The Night The Lights Went Out In Georgia. Nick Cave er sömuleiðis í uppáhaldi, bæði sem textahöfundur og sem tónlistarmaður.Hvað fílar Villi í dag? Allt í einu er sprottin upp heil kynslóð af hljómsveitum sem heita nöfnum sem minna á nöfn á ilmvötnum segir Villi. Helst hlustar hann á rokk eða klassíska tónlist þessa dagana.Uppáhalds kvikmynd Villa? Því er fljótsvarað. Það er kvikmyndin The Shawshank Redemption. Nýlega sá Villi heimildarmynd um ökuþórinn Ayrton Senna sem að honum fannst ansi mögnuð.Á Villi sér átrúnaðargoð? Ekki beint en þó á hann sér ýmsar fyrirmyndir eins og til dæmis leikarann og sjónvarpsmanninn Stephen Fry og Nick Cave í tónlistinni. Það er hægt að hlusta á Hver er hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Lay Low er skotin í Mary Poppins Harmageddon Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Mammút Harmageddon Vilt þú komast á Orgy stefnumót? Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon