Mazda væntir metsölu í BNA næstu 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 13:15 Mazda3 Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum. Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent
Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum.
Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent