Mazda væntir metsölu í BNA næstu 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 13:15 Mazda3 Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent
Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent