Mazda væntir metsölu í BNA næstu 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 13:15 Mazda3 Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent