Ók niður hús Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2013 10:30 Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent