Ók niður hús Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2013 10:30 Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent
Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent