Fótbolti

Gylfi segir matinn góðan í Tromsö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson var vinsæll hjá norskum blaðamönnum eftir sigur Tottenham á Tromsö í Evrópudeild UEFA í kvöld.

„Ég sá nú ekki mikið af bænum enda nokkuð dimmt þegar við komum í gær,“ sagði Gylfi þegar hann var spurður um álit hans á Tromsö sem er í norðurhluta Noregs. „En það var vel hugsað um okkur og maturinn á hótelinu góður.“

Gylfi segir að það hafi verið mikilvægt að hafa náð að skora tvö mörk í kvöld en hann átti þátt í báðum mörkum Tottenham í 2-0 sigri.

„Við þurftum að spila sóknaðarsinnaðan bolta og skapa okkur færi. Það er mikilvægur leikur fram undan gegn Manchester United á sunnudaginn,“ sagði Gylfi. „Við erum vonandi komnir á sigurbraut.“

Viðtal Gylfa við norska fjölmiðla í kvöld má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×