Tónlist

Baulað á Bieber í Buenos Aires

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bieber var illa haldinn af matareitrun á tónleikum sínum á sunnudag.
Bieber var illa haldinn af matareitrun á tónleikum sínum á sunnudag. mynd/getty
Argentínskir aðdáendur kanadíska söngvarans Justins Bieber voru ósáttir við sinn mann á tónleikum í Buenos Aires á sunnudag. Eftir tæplega klukkustund sagði Bieber tónleikagestum að sér liði illa vegna matareitrunar og að tónleikunum væri lokið.

Hófust tónleikagestir handa við að baula á söngvarann, en dýrustu miðar á tónleikana voru seldir á 320 dollara, eða tæpar 40 þúsund krónur.

Umboðsmaður Biebers sendi frá sér tilkynningu á mánudag þar sem hann sagði söngvarann hafa verið svo illa haldinn að læknar hefðu ráðlagt honum að hætta við tónleikana. Hann ákvað þó að koma fram, en steig ekki á svið fyrr en einni og hálfri klukkustund eftir auglýstan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.