Keith Richards átrúnaðargoð Sveppa Ómar Úlfur skrifar 18. nóvember 2013 12:19 Sveppi Krull er hress Sverrir Þór Sverrisson er skemmtikraftur, leikari, tónlistarmaður og kvikmyndaframleiðandi. Dags daglega er Sverrir alltaf kallaður Sveppi. Sveppi mætti í dagskrárliðinn Hver er í miðdegisþættinum Ómar á X-977. Sveppi er annálaður aðdáandi hljómsveitarinnar The Rolling Stones og segir hann að eldri bróðir sinn hafi komið sér á bragðið þegar að hann var tólf ára gamall. Á meðan tónlistaráhugi félagana fór í hinar ýmsu áttir, hélt Sveppi sig bara við Stones. Aðspurður segist hann ekki hafa mikinn áhuga á því að húka í röð til að sjá og heyra í hljómsveitum sem heita nöfnum líkt og loðin úlpa. Sveppi segist hafa prufað flest það sem að honum langi til að prufa í skemmtanabransanum. Þó eigi hann eftir að leikstýra en það langar honum að prufa einn daginn. Stuðbók Sveppa er komin í allar betri bókaverslanir og segir Sveppi að takmarkið með bókinni sé að rífa krakkana frá tölvuleikjunum. Fá þá til að viðhalda forvitninni og vera úti að leika sér.Fyrsta platan sem að Sveppi eignaðist? Var tónlistin úr kvikmyndinni La Bamba þar sem að Lou Diamond Phillips lék Ritchie Valens ameríska rokkfrumherjann sem lést langt fyrir aldur fram 3. Febrúar 1959. Sveppi segir að þetta sé sömuleiðis sá tími tónlistarinnar sem tali mest til sín. Rokk og ról af gamla skólanum.Fyrstu tónleikarnir sem að Sveppi fór á? Pabbi Sveppa var forstöðumaður í Fellahelli og fyrstu tónleikarnir voru Rikk Rokk í þeirri ágætu félagsmiðstöð en Sveppi segist ekki muna eftir ákveðinni hljómsveit. GCD með þeim Bubba og Rúnari, sá Sveppi ungur að árum og svo minnist hann busaballsins úr menntaskóla þar sem að Ný Dönsk lék fyrir dansi.Hvað fílar Sveppi í dag? FM Belfast er í miklu uppáhaldi hjá Sveppa sem og Ásgeir Trausti, Jónas Sig og Retro Stefson. Það er greinilegt að íslensk tónlist er í miklum metum hjá sprelligosanum sem segist ekki nógu duglegur við það að mæta á tónleika. Helst langi honum að setja upp tónleika Svepparokk, þar sem allar hans uppáhaldssveitir koma fram og spila hans uppáhalds lög.En hver er uppáhalds kvikmynd Sveppa? Vinahópurinn samanstendur af miklum kvikmyndaáhugamönnum og þar eru bestu myndirnar settar í flokka. Sveppi nefnir nokkrar sem standa honum næst. Erfitt sé að gera uppá milli Forest Gump, The Shawshank Redemption og Pulp Fiction. Uppáhaldsgrínmyndin er The Big Lebowski eftir Coen bræður.Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Rétt eins og með tónlistina er Sverrir hrifinn af íslensku efni en bresku Office þættirnir séu þó í sérstöku uppáhaldi. Þar komi allt saman góður húmor, vel skrifað efni og frábærar persónur. Eastbound and Down eru þættir sem að Sveppi horfir á þessa dagana og mælir með við alla sem vilji hlæja.En á Sveppi sér átrúnaðargoð? Keith Richards auðvitað.Hver er má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon
Sverrir Þór Sverrisson er skemmtikraftur, leikari, tónlistarmaður og kvikmyndaframleiðandi. Dags daglega er Sverrir alltaf kallaður Sveppi. Sveppi mætti í dagskrárliðinn Hver er í miðdegisþættinum Ómar á X-977. Sveppi er annálaður aðdáandi hljómsveitarinnar The Rolling Stones og segir hann að eldri bróðir sinn hafi komið sér á bragðið þegar að hann var tólf ára gamall. Á meðan tónlistaráhugi félagana fór í hinar ýmsu áttir, hélt Sveppi sig bara við Stones. Aðspurður segist hann ekki hafa mikinn áhuga á því að húka í röð til að sjá og heyra í hljómsveitum sem heita nöfnum líkt og loðin úlpa. Sveppi segist hafa prufað flest það sem að honum langi til að prufa í skemmtanabransanum. Þó eigi hann eftir að leikstýra en það langar honum að prufa einn daginn. Stuðbók Sveppa er komin í allar betri bókaverslanir og segir Sveppi að takmarkið með bókinni sé að rífa krakkana frá tölvuleikjunum. Fá þá til að viðhalda forvitninni og vera úti að leika sér.Fyrsta platan sem að Sveppi eignaðist? Var tónlistin úr kvikmyndinni La Bamba þar sem að Lou Diamond Phillips lék Ritchie Valens ameríska rokkfrumherjann sem lést langt fyrir aldur fram 3. Febrúar 1959. Sveppi segir að þetta sé sömuleiðis sá tími tónlistarinnar sem tali mest til sín. Rokk og ról af gamla skólanum.Fyrstu tónleikarnir sem að Sveppi fór á? Pabbi Sveppa var forstöðumaður í Fellahelli og fyrstu tónleikarnir voru Rikk Rokk í þeirri ágætu félagsmiðstöð en Sveppi segist ekki muna eftir ákveðinni hljómsveit. GCD með þeim Bubba og Rúnari, sá Sveppi ungur að árum og svo minnist hann busaballsins úr menntaskóla þar sem að Ný Dönsk lék fyrir dansi.Hvað fílar Sveppi í dag? FM Belfast er í miklu uppáhaldi hjá Sveppa sem og Ásgeir Trausti, Jónas Sig og Retro Stefson. Það er greinilegt að íslensk tónlist er í miklum metum hjá sprelligosanum sem segist ekki nógu duglegur við það að mæta á tónleika. Helst langi honum að setja upp tónleika Svepparokk, þar sem allar hans uppáhaldssveitir koma fram og spila hans uppáhalds lög.En hver er uppáhalds kvikmynd Sveppa? Vinahópurinn samanstendur af miklum kvikmyndaáhugamönnum og þar eru bestu myndirnar settar í flokka. Sveppi nefnir nokkrar sem standa honum næst. Erfitt sé að gera uppá milli Forest Gump, The Shawshank Redemption og Pulp Fiction. Uppáhaldsgrínmyndin er The Big Lebowski eftir Coen bræður.Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Rétt eins og með tónlistina er Sverrir hrifinn af íslensku efni en bresku Office þættirnir séu þó í sérstöku uppáhaldi. Þar komi allt saman góður húmor, vel skrifað efni og frábærar persónur. Eastbound and Down eru þættir sem að Sveppi horfir á þessa dagana og mælir með við alla sem vilji hlæja.En á Sveppi sér átrúnaðargoð? Keith Richards auðvitað.Hver er má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon