Fæddur á vitlausum áratug Ómar Úlfur skrifar 19. nóvember 2013 12:30 Hljómsveitin Kaleo var að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu. Jökull Júlíusson er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo sem hefur vakið gríðarlega athygli það sem af er ári. Jökull mætti í Hver er í miðdegisþættinum Ómar á X-977. Kaleo voru að senda frá sér sína fyrstu plötu samnefnda sveitina og segir Jökull það vera gríðargóða tilfinningu að fá loks eintak í hendurnar. Árið hefur verið mikil rússibanareið fyrir Kaleo eftir að útgáfa þeirra af Vor í Vaglaskógi sló í gegn.Fyrsta platan sem að Jökull eignaðist? Jökull man ekki eftir einni ákveðinni plötu en pabbi hans var duglegur að gefa honum geisladiska og hlusta með honum á vínilplötur eins og t,d The Beatles, Hendrix og Santana. Íslensk tónlist var mikið leikin á æskuheimili Jökuls og stendur hljómsveitin Dátar uppúr í minningunni.Fyrstu tónleikarnir? Móðir Jökuls tók hann með á Bubbatónleika í æsku og einnig minnist hann þess að hafa ungur farið á tónleika með Herði Torfa. Þeir tónleikar sem standa þó uppúr eru tónleikar Roger Waters í Egilshöll árið 2006.Uppáhaldslagið? Jökull hefur átt nokkur uppáhaldslög í gegnum tíðina. Since I´ve Been Loving You með Led Zeppelin er ofarlega á lista.Uppáhaldstexti? Jökull semur flestalla texta Kaleo og spáir þar af leiðandi mikið í textagerð. Bob Dylan er nefndur sem áhrifavaldur og gömul og góð íslensk lög hafa frábæra texta segir Jökull.Hvað fílar Jökull í dag? Hann segist hlusta mikið á Queens Of The Stone Age og nýja platan þeirra, Like Clockwork er í miklu uppáhaldi. The Black Keys og Jack White eru sömuleiðis í uppáhaldi hjá söngvaranum.Átrúnaðagoð Jökuls? Í tónlistinni eru það Jim Morrison og Jimi Hendrix segir Jökull sem segist líklega vera fæddur á vitlausum áratug. Hér fyrir neðan má sjá Kaleo flytja lagið Vor í Vaglaskógi. Harmageddon Kaleo Mest lesið Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Samkynhneigðir Aríar taka höndum saman Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon
Jökull Júlíusson er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo sem hefur vakið gríðarlega athygli það sem af er ári. Jökull mætti í Hver er í miðdegisþættinum Ómar á X-977. Kaleo voru að senda frá sér sína fyrstu plötu samnefnda sveitina og segir Jökull það vera gríðargóða tilfinningu að fá loks eintak í hendurnar. Árið hefur verið mikil rússibanareið fyrir Kaleo eftir að útgáfa þeirra af Vor í Vaglaskógi sló í gegn.Fyrsta platan sem að Jökull eignaðist? Jökull man ekki eftir einni ákveðinni plötu en pabbi hans var duglegur að gefa honum geisladiska og hlusta með honum á vínilplötur eins og t,d The Beatles, Hendrix og Santana. Íslensk tónlist var mikið leikin á æskuheimili Jökuls og stendur hljómsveitin Dátar uppúr í minningunni.Fyrstu tónleikarnir? Móðir Jökuls tók hann með á Bubbatónleika í æsku og einnig minnist hann þess að hafa ungur farið á tónleika með Herði Torfa. Þeir tónleikar sem standa þó uppúr eru tónleikar Roger Waters í Egilshöll árið 2006.Uppáhaldslagið? Jökull hefur átt nokkur uppáhaldslög í gegnum tíðina. Since I´ve Been Loving You með Led Zeppelin er ofarlega á lista.Uppáhaldstexti? Jökull semur flestalla texta Kaleo og spáir þar af leiðandi mikið í textagerð. Bob Dylan er nefndur sem áhrifavaldur og gömul og góð íslensk lög hafa frábæra texta segir Jökull.Hvað fílar Jökull í dag? Hann segist hlusta mikið á Queens Of The Stone Age og nýja platan þeirra, Like Clockwork er í miklu uppáhaldi. The Black Keys og Jack White eru sömuleiðis í uppáhaldi hjá söngvaranum.Átrúnaðagoð Jökuls? Í tónlistinni eru það Jim Morrison og Jimi Hendrix segir Jökull sem segist líklega vera fæddur á vitlausum áratug. Hér fyrir neðan má sjá Kaleo flytja lagið Vor í Vaglaskógi.
Harmageddon Kaleo Mest lesið Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Samkynhneigðir Aríar taka höndum saman Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon