„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:10 Mark Weller ásamt eiginkonu sinni í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli fyrr í dag. mynd/valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“ Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira