Fótbolti

Halmstad fer í umspilið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristinn Steindórsson í leik með Breiðabliki
Kristinn Steindórsson í leik með Breiðabliki MYND/STEFÁN
Sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í dag með heillri umferð. Kristinn Steindórsson og félagar í Hamlstad þurfa að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni eftir að liðinu mistókst að vinna Brommapojkarna á heimavelli.

Halmstad var stigi á eftir Brommapojkarna fyrir leiki dagsins og þurfti að sigra til að forðast umspilið. Það tókst ekki því liðin skildu jöfn 2-2. Kristinn kom inn á sem varamaður á 53. mínútu.

Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem tapaði 2-1 á útivelli gegn AIK. Helsingborg hafnaði í fimmta sæti en AIK í öðru sæti á eftir meisturum Mamlmö FF.

Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson sátu báðir á bekknum hjá Gautaborg sem vann Norrköping 2-0 á heimavelli. Gautavborg hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.

Skúli Jón Friðgeirsson kom ekki við sögu þegar Elfsborg lagði Gefle 2-0 á útivelli. Elfsborg hafnaði í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×