Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Andri Þór Sturluson skrifar 4. nóvember 2013 14:49 Ögmundur neitaði að borga og var fjarlægður. „Ég ætla að skoða Kerið og ég ætla ekki að greiða fyrir það. Látið mig vera svín, ég er fyrrverandi yfirmaður ykkar,“ gargaði Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi innanríkisráðherra, á lögreglu þegar hann var handtekinn við Kerið en Ögmundur hafði neitað að greiða 350 krónur fyrir aðgang að Kerinu, líkt og nú er gert alla daga frá níu til átta, eða þar til dimmir. Ögmundi þykir það ótækt að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum og var mættur í mótmælaskyni við gjaldtökuna. Hann ákvað að fara ekkert í felur með fyrirhugaða ferð og lét fréttastofu vita af því að hann yrði kominn á hádegi til að skoða Kerið en veskið hefði orðið eftir heima. Starfsmaðurinn sem sér um að rukka inn var hinn rólegasti og lét mótmælaaðgerðir Ögmundar ekki á sig fá heldur kallaði til lögreglu, sem fjarlægði þingmanninn. Í bílnum á leiðinni niður á lögreglustöð beit þingmaðurinn lögreglukonu og má búast við ákæru.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu þar sem kostar aðeins 350 krónur að kíkja inn. Harmageddon Mest lesið Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Hundar í sokkabuxum Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon ATP hátíðin með stærra sniði á Íslandi í sumar Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon
„Ég ætla að skoða Kerið og ég ætla ekki að greiða fyrir það. Látið mig vera svín, ég er fyrrverandi yfirmaður ykkar,“ gargaði Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi innanríkisráðherra, á lögreglu þegar hann var handtekinn við Kerið en Ögmundur hafði neitað að greiða 350 krónur fyrir aðgang að Kerinu, líkt og nú er gert alla daga frá níu til átta, eða þar til dimmir. Ögmundi þykir það ótækt að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum og var mættur í mótmælaskyni við gjaldtökuna. Hann ákvað að fara ekkert í felur með fyrirhugaða ferð og lét fréttastofu vita af því að hann yrði kominn á hádegi til að skoða Kerið en veskið hefði orðið eftir heima. Starfsmaðurinn sem sér um að rukka inn var hinn rólegasti og lét mótmælaaðgerðir Ögmundar ekki á sig fá heldur kallaði til lögreglu, sem fjarlægði þingmanninn. Í bílnum á leiðinni niður á lögreglustöð beit þingmaðurinn lögreglukonu og má búast við ákæru.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu þar sem kostar aðeins 350 krónur að kíkja inn.
Harmageddon Mest lesið Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Hundar í sokkabuxum Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon ATP hátíðin með stærra sniði á Íslandi í sumar Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon