Hvítir hrafnar sagðir flögra um sali Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2013 15:15 Össur Skarphéðinsson sagði Sigrúnu Magnúsdóttur sjaldséðari en hvíta hranfa í þingsölum. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún. Landsdómur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún.
Landsdómur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira