Jól alla daga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 12:41 Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni. Jólafréttir Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni.
Jólafréttir Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira