Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga Hjörtur Hjartarson skrifar 7. nóvember 2013 19:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“ Aurum Holding málið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“
Aurum Holding málið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira