Hvernig virkar SkyActive spartækni Mazda? Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent