Hvernig virkar SkyActive spartækni Mazda? Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent
Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent