Hvernig virkar SkyActive spartækni Mazda? Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent